Gæðastefna

Gæðastefnuyfirlýsing

Við mótum sjálfbært, fallegt og öruggt umhverfi, sem eykur lífsgæði fólks og tekur mið af staðaranda, staðbundnum aðstæðum og veðurfari.

Sköpunarkrafturinn býr í okkur.

Við erum í framlínusveit arkitekta og þorum að fylgja sannfæringu okkar.

Við greinum þarfir og væntingar viðskiptavina, notenda og annarra haghafa og leitumst ávallt við að uppfylla þær og gott betur.

Við leggjum áherslu á þekkingu og hæfni starfsmanna með stöðugriþjálfun og endurmenntun til að takast á við nýjar og krefjandi áskoranir með skapandi viðhorfi og frumlegum lausnum.

Við leggjum áherslu á að auka jákvæð umhverfisáhrif með nýstárlegum lausnum.

Við förum að kröfum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins.

Við störfum eftir vottuðu stjórnunarkerfi og vinnum að stöðugum umbótum á því.

Við ræktum góðan starfsanda og hlúum að heilsu og öryggi starfsmanna.

Við búum starfsmönnum framúrskarandi starfsumhverfi.

Við skilum eigendum og starfsmönnum fyrirtækisins virðisauka.

Stefnan er kynnt og skilin innan fyrirtækisins og rýnd árlega.

Hún myndar ramma um markmiðasetningu fyrirtækisins.